Íslenska

Skálinn er staðsettur aðeins 10 metra frá skíðabrekkuni, svo meira “ski-in / ski-out” er varla hægt að finna. Staðsetning skálans er með því besta sem skíðaferð getur boðið uppá og er einstakur upphafspunktur fyrir gott frí með ástvinum.

Lyfturnar eru af öllum toga, allt frá toglyftum fyrir litlu skíðagarpana, stólalyftur opnar og lokaðar og svo er einn gondóli eða stórar lokaðar húslyftur. Skíðakortin fyrir Hafjell gilda einnig  Kvitfjell og á öðrum skíðasvæðum í nágrenninu.

Grænar, bláar, rauðar og svartar. það finna allir brekkur við sitt hæfi.

Stórkostlegt útsýni.

Skálinn er með frábært útsýni yfir Guðbrandsdalinn og við rætur fjallsins er bærinn Øyer, en þar eru verslanir, apótek, læknavakt og nokkrir veitingastaðir og hótel. Þarna er blómstrandi ferðaþjónusta allan ársins hring.

Hafjell er frábært fjölskyldusvæði og hentar allt frá byrjendum til atvinnu skíðagarpa. Svæðið er mjög gott er varðar snjó og er opið alla daga frá því svæðið opnar í desember og lokar um mánaðarmót apríl/maí..

Lesa meira um Hafjell – http://www.hafjell.no/en og hægt að finna kort af fjallinu hér.

Við tölum og skrifum á íslensku, ensku og norsku, og tökum vel á móti ykkur.

Það er lítið mál að komast á staðinn og það er opið á sumrin.

Auðvelt er að taka lest til Lillehammer frá flugvellinum á Gardemoen (Osló) og svo ganga bæði strætisvagnar og leigubílar á milli Lillehammer og Hafjell. Það er ekki nauðsynlegt að vera á bíl til að komast á milli þó sumir kjósi þann kost frekar.

Það eru tvö bílastæði sem tilheyra húsinu og það er hleðsluaðstaða fyrir rafmagnsbíl.

Í boði er að leigja rúmföt og handlæði, auk þess sem við getum hjálpað með skíði og annan útbúnað.

Ef þú vilt bóka er best að nota Airbnb.

Á sumrin er er mikið um skemmtilegar hjóla- og gönguleiðir auk þess að í nágrenninu eru tveir skemmtigarðar, klifurgarðar, go-kart, bobslate og fleira.

Lilleputthammer Amusement Park
https://www.lilleputthammer.no/
Lítill en mjög skemmtilegur fjölskyldugarður með kaffihúsi, leiksýningum og fullt af tækjum fyrir yngri kynslóðina.

Hunderfossen Family Park
Eventyr og opplevelser for hele familien!
Mikið um að vera fyrir alla fjölskylduna, meira en 60 tæki og uppákomur.